Kusse og Selamwit

 

Kusse og Selamawit eru bæði frá Eþíópíu en Kusse er búin að búa á íslandi í tæp 20 ár. Þau vildu fá eitthvað sérstakt og úr varð að fara út á land og taka brúðkaupsmyndirnar við Jökulsárlón nokkrum vikum fyrir brúðkaupið. Gullfallegur dagur, sól og lónið skartaði sínu fegursta.

Undirbúningur hjá þeim var í heimahúsi og Kusse á sínu heimili. Athöfnin var í Hallgrímskirkju og hópmynd tekin innan um kínverka túrista (sem sumir hverjir tróðu sér inn á myndina...)

Við vorum búin að taka mjög flottar brúðkaupsmyndir við Jökulsárlón og í Eldhrauni þannig að það var engin pressa að fá jafn góðar myndir. Við tókum samt nokkrar enda var þetta hinn eiginlegi brúðkaupsdagur. Við notuðum tíman í fjölskyldumyndir enda margir gestir komnir langt að frá Afríku. Svo var haldið til veislu á Grand hótel þar sem var sungið, dansað og Eþíópískir hefðir hafðar í heiðri.

Myndataka úti á landi, undirbúningur, athöfn í Hallgrímskirkju, brúðkaupsmyndir og fjölskyldumyndir í Laugardal og veisla á Grand hóteli.

 
 

Myndataka við Jökulsárlón

 
 
 

Brúðkaupsdagurinn.