Agnés og Róbert

 

Róbert er íslenskur en Agnès er frönsk. Hún er búin að búa hér í nokkur ár. Þau völdu fallegt rjóður í Öskjuhlíð fyrir athöfnina. Veðrið var dásamlegt, sól og blíða.

Mér finnst gaman að mynda í Öskjuhlíð. Hún er "náttúrulegri" en Laugardalurinn sem margir kjósa sem bakgrunn í fyrir sínar brúðkaupsmyndir. Skemmtilegir stígar, rjóður, klettar og fleira. Svo er miklu meira næði þar.

Undirbúningur í heimahúsi, athöfn undir berum himni í Öskjuhlíð, myndataka í öskjuhlíð, móttaka og veisla á veitingastaðnum Nauthól.