Gunnar og Katrín - Brúðkaupsmyndir

 

Gunnar og Katrín komu fyrst í trúlofunarmyndatöku. Við smelltum nokkrum myndum af þeim Sólfarið og svo við göngustíg í Grafarvogi þar sem þau viðra stundum hundinn sinn.

á sjálfan brúðkaupsdaginn undirbjó Katrín sig í húsi foreldra sinna, ásamt brúðarmeyjunum sínum. Gunnar Pétur var hótelherbergi sem þau höfðu leigt fyrir brúkaupsnóttina. Athöfnin fór fram í Áskirkju og við tókum eina hópmynd rétt neðan við kirkjuna. Myndatakan fór svo fram í Laugardalnum sem er langvinsælasti staðurinn fyrir brúðkaupsmyndatökur. Veislan var haldin í FÍ salnum í mörkinni. Mikil gleði og mikið fjör. Þar var krapvél og nammibar ásamt hefðbundnari veislumat.

Þau voru búin að undirbúa Hawai-horn sem tengdist brúðkaupsferðinni sinni. Þar gátu gestir skellt sér í Hawaii galla og fengið mynd af sér á ströndinni með hanastél í hönd.

 

Trúlofunarmyndataka, undirbúningur, athöfn í Áskirkju, myndataka í Laugardalnum og veisla.