Margeir og Dagný

 

Maddi og Dagný vildu fá myndir af undirbúningnum, myndir af kjólnum og fleira. Athöfnin var í Dómkirkjunni og tókum við hópmynd eftir athöfn. Þá var haldið í Laugardalinn fyrir brúðkaupsmyndirnar. Það var smá rigning en ég er alltaf með regnhlifar til öryggis og kom það ekki að sök. Svo stytti upp. Stemningin var samt mjög rómantísk. Ég hjálpaði þeim að setja upp myndavél og (ógeðslega) grænan bakgrunn og svo voru þau með partígrímur fyrir gestina. Gestirnir tóku síðan sjálfsmyndir, sem við settum í albúmið og útkoman var mjög skemmtileg.

Undirbúningur, athöfn, myndataka í Grasagarðinum og veisla.